fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
Fréttir

COLLAB HYDRO – Einstakur drykkur fyrir íslenskar aðstæður

Ritstjórn DV
Sunnudaginn 21. apríl 2024 08:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Virknidrykkurinn COLLAB, sem á aðeins fimm árum hefur fest sig í sessi sem verðmætasta drykkjarvörumerki landsins, tekur nú næsta skref með nýjum kafla í sögu vörumerkisins. Þar er um að ræða sykurlausan og svalandi COLLAB-drykk án kolsýru og koffíns.

„COLLAB HYDRO er með sérþróaðri blöndu steinefnasalta, kollagens og vítamína sem sérstaklega eru valin fyrir okkur á Íslandi. Þessi vara er því talsvert ólík þeim COLLAB-drykkjum sem allir þekkja þar sem virknin er að miklu leyti önnur og áherslan á endurheimt. COLLAB HYDRO er sykurlaus, svalandi, án kolsýru eða koffíns. Endurheimt er eitthvað sem afreksfólk í íþróttum hefur haft í hávegum, en nú þegar hreyfing er orðin hluti af lífstíl stórs hluta þjóðarinnar eykst eftirspurn eftir drykk sem þessum,“ segir Davíð Sigurðsson vörumerkjastjóri Collab.

Davíð Sigurðsson

Kollagenið sem notað er í COLLAB HYDRO er frá Feel Iceland og hefur hlotið viðurkenningar erlendis fyrir gæði.

,,Það er mjög ánægjulegt hvað viðtökur Íslendinga við drykknum COLLAB hafa verið góðar og frábært að sjá COLLAB fjölskylduna stækka með þessari nýjung. Þegar við komum með hugmyndina að nota kollagen í nýjan drykk til Ölgerðarinnar árið 2017 óraði okkur ekki fyrir þessari miklu velgengni. Feel Iceland er byggt upp í kringum sjálfbærni og hringrásarhagkerfið með því að bæta nýtingu og auka verðmæti íslenska fisksins. Frá upphafi höfum við lagt megináherslu á gæði og er kollagenið okkar unnið eftir ströngum gæðastöðlum úr besta fáanlega hráefninu,“ segir Hrönn Margrét Magnúsdóttir framkvæmdastjóri Ankra – Feel Iceland.

Hrönn Margrét Magnúsdóttir

Ölgerðin hefur haft sjálfbærni til hliðsjónar við vöruþróun sína um langt skeið og COLLAB HYDRO er dæmi um það.

„Við framleiðum okkar vörur með íslensku vatni og það eitt og sér skiptir sköpum með tilliti til kolefnisspors. En við höfum verið að vinna í auknu mæli í frekari nýtingu íslenskra hráefna sem er mikið langtíma verkefni. COLLAB HYDRO fellur í þann flokk því auk þess að innihalda tært íslenskt vatn þá inniheldur drykkurinn bæði íslenskt kollagen og steinefnasalt út íslenskum sjó. Kollagenviðbótin er sem fyrr þróuð í samstarfi við Feel Iceland og hefur verið hornsteinn í velgengni COLLAB frá upphafi. Steinefnasaltið sem við notum í COLLAB HYDRO er svo að hluta unnið úr sjó af frumkvöðlafyrirtækinu Saltverk,“ segir Davíð.

COLLAB HYDRO inniheldur jafnframt magnesíum og D-vítamín en hvoru tveggja eru bætiefni sem hafa notið mikilla vinsælda hérlendis undanfarin ár enda D-vítamínsskortur viðvarandi vandamál fjölmargra Íslendinga.

„Undanfarin ár hafa ýmsar tegundir virknidrykkja leitt vöxt í drykkjarvörugeiranum. Það eru þá helst drykkir sem innihalda til að mynda prótín, koffín, steinefnasölt, vítamín og ýmislegt annað sem fólk sækist eftir í auknu mæli. Oftar en ekki er um að ræða þátt í heilsusamlegum lífsstíl og því eru þessir drykkir í langflestum tilfellum sykurlausir. COLLAB hefur hlotið ótrúlegar vinsældir meðal neytenda kollagens og koffíns og hyggst nú þjóna landsmönnum á enn fjölbreyttari hátt með þessu nýja afbrigði,“ segir Davíð.

COLLAB HYDRO er nú þegar fáanlegt í helstu verslunum

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Harmleikurinn í Kiðjabergi – Gediminas varð Victoras að bana

Harmleikurinn í Kiðjabergi – Gediminas varð Victoras að bana
Fréttir
Í gær

Sveitarstjórn í Gran Canaria ríður á vaðið og setur á ferðamannaskatt – Tekur gildi eftir áramót

Sveitarstjórn í Gran Canaria ríður á vaðið og setur á ferðamannaskatt – Tekur gildi eftir áramót
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Katrín upplifði sorg eftir Alþingiskosningarnar

Katrín upplifði sorg eftir Alþingiskosningarnar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Útför Sólons fór fram í dag – „Mikið er ég reið og sorgmædd yfir aðgerðarleysi Icelandair í kjölfar andláts þíns“

Útför Sólons fór fram í dag – „Mikið er ég reið og sorgmædd yfir aðgerðarleysi Icelandair í kjölfar andláts þíns“