Mats Hummels, leikmaður Borussia Dortmund, skaut föstum skotum á ensk félög í gær eftir leiki í Evrópu í vikunni.
Hummels og hans menn í Dortmund eru komnir í undanúrslit Meistaradeildarinnar eftir sigur á Atletico Madrid í síðustu umferð.
Það hefur oft verið gert grín að bæði frönsku og þýsku deildunum en enska úrvalsdeildin þykir vera sú sterkasta í Evrópu.
Þessar tvær deildir hafa verið kallaðar ‘bóndadeildir’ eitthvað sem Hummels ákvað að gera grín að í gær.
Ekkert enskt félag er komið áfram í Evrópu eftir umferð helgarinnar nema Aston Villa sem er í Sambandsdeildinni og ljóst að lið þar í landi eru ekki á sama stað og þau voru á fyrir nokkrum árum miðað við árangur.
Hummels nýtti sér tækifærið og skaut hressilega á gagnrýnendur með tístinu hér fyrir neðan.
Good harvesting this week my fellow farmers 🤝 🇩🇪
— Mats Hummels (@matshummels) April 19, 2024