fbpx
Mánudagur 20.janúar 2025
Fréttir

Landsréttur mildaði dóm yfir ungum stórsmyglara

Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 19. apríl 2024 18:30

Kókaín. Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Landsréttur mildaði í dag dóm Héraðsdóms yfir ungum kókaín-smyglara úr þriggja ára fangelsi í tveggja og hálfs árs fangelsi.

Maðurinn, sem er franskur ríkisborgari, var sakfelldur fyrir að flytja til landsins rúmlega tvö kíló af kókaíni, sem er býsna mikið magn, í flugi.

Efnin voru falin í fjórum niðursuðudósum í farangurstösku mannsins.

Við ákvörðun refsingar var horft til þess að maðurinn er ungur, fæddur árið 2002, en brotið var framið haustið 2023. Einnig var tekið með í reikninginn við ákvörðun refsingar að hann játaði brot sín skýlaust og var mjög samvinnuþýður við lögreglu.

Dóminn má lesa hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Samfylkingin fær á baukinn: Segir að kjósendur séu hafðir að fíflum

Samfylkingin fær á baukinn: Segir að kjósendur séu hafðir að fíflum
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Verður Áslaug Arna næsti formaður Sjálfstæðisflokksins?

Verður Áslaug Arna næsti formaður Sjálfstæðisflokksins?
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Móðir keypti pennaveski fyrir dætur sínar á Shein – Dauðbrá þegar hún sá hvað var í því

Móðir keypti pennaveski fyrir dætur sínar á Shein – Dauðbrá þegar hún sá hvað var í því
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Tálbeituhópurinn: Maður á Akranesi þungt haldinn eftir misþyrmingar með járnkylfum og hnífi

Tálbeituhópurinn: Maður á Akranesi þungt haldinn eftir misþyrmingar með járnkylfum og hnífi