Axel Óskar Andrésson, varnarmaður KR, var gestur í nýjasta þætti af Íþróttavikunni. Helgi Fannar Sigurðsson og Hrafnkell Freyr Ágústsson hafa umsjón með þættinum.
8-liða úrslit Meistaradeildarinnar kláruðust á dögunum. Real Madrid sló til að mynda Manchester City út eftir vítaspyrnukeppninni. Í henni átti Bernardo Silva, leikmaður City, agalegt víti sem fór beint á markvörðinn.
„Er ekki steikt að reyna þetta á þessu augnabliki?“ spurði Helgi.
„Það er mjög steikt að taka þessa ákvörðun. Ég veit ekki hvað fer í gegnum hausinn á þér,“ sagði Axel.
Hrafnkell tók til máls.
„Ég myndi skilja að reyna þetta ef þú ert vítaskytta en hann er ekki vítaskytta. Skjóttu bara fast og það sem gerist gerist. Það er miklu erfiðara að fela sig á bak við þetta.“
Umræðan í heild er í spilaranum.