fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Eyjan

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“

Eyjan
Föstudaginn 19. apríl 2024 14:05

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sigurjón Ólafsson, sviðsstjóri þjónustu og þróunar hjá Hafnarfjarðarbær, er sérfræðingur í stafrænum málefnum. Hann segir að mikil tækifæri séu fyrir ríkið að hagræða varðandi slíka þjónustu hérlendis en að smákóngar innan stjórnsýslunnar standi í vegi fyrir því. Þetta kemur fram í grein sem Sigurjón skrifaði á heimasíðu ráðgjafafyrirtækis síns Fúnksjón en þar segir hann að ýmis mistök hafi verið gerð undanfarin ár og þau þurfi að leiðrétta sem fyrst.

Sigurjón rifjar upp að fyrir áratug skrifaði hann grein þar sem hann fjallaði um válega stöðu vefmála hjá ríkinu.

„Nánast engin samvinna átti sér stað á þeim tíma milli ríkisstofnana í vefmálum. Fjöldi stofnana var ótrúlegur miðað við höfðatölu og þar af leiðandi lítil sérhæfing eða stafræn þekking til staðar hjá þorra opinberra stofnana. Mér var talsvert niðri fyrir. Mér blöskraði sóunin, óskilvirknin og bág staða vefmála hjá hinu opinbera. Um leið var ég hneykslaður á þeim skorti á mannskap og fjármagni sem var veitt í stafræn verkefni. Í þá daga voru hátt í 200 opinberar stofnanir á þessu litla landi og nánast engin þeirra að ganga í takt. Sama átti við um sveitarfélög þó ég hafi ekki tekið þau með í þessa umfjöllun. Þeir einu sem græddu á ástandinu voru sölumenn og eigendur misgóðs hugbúnaðar og þjónustu sem lögðu að mestu upp verkefnin út frá sínum þörfum frekar en þörfum íbúa,“ skrifaði Sigurjón á þeim tíma.

Stafrænt Ísland unnið frábært starf en smákóngarnir tefja fyrir

Í ársbyrjun 2018 fór af stað verkefni sem þróaðist út í Stafrænt Ísland. Það teymi hefur að mati Sigurjóns, þrátt fyrir litla yfirbyggingu, unnið frábært starf.

„Við getum verið þakklát í dag fyrir að geta sótt stafrænt ökuskírteini, sótt um fæðingarorlof, þinglýst kaupsamningum, fundið yfir 20 stofnanir á Ísland.is, fundið meiri not fyrir Mínar síður á Ísland.is og fjölda annarra góðra verkefna sem hafa verið unnin síðastliðin ár. Teymið hefur fengið verðskuldaðar viðurkenningar innanlands og erlendis og Ísland hefur klifið hratt upp lista yfir ríki sem standa framarlega í stafrænni þróun og það er magnað,“ skrifar Sigurjón.

Þrátt fyrir góða vinnu teymisins sé staðan samt þú að á annað hundrað stofnanna sýsli enn, hvert í sínu horni, með sín stafrænu mál og það telur Sigurjón að sé algjörlega ótækt. Hann bendir á að Bretar hafi til að mynda verið mun sneggri til að samhæfa stafræna vegferð sína. Að mati Sigurjóns eru það íslenskir smákóngar í stjórnsýslunni sem tefja fyrir framþróuninni.

„Smákóngarnir segja einfaldlega NEI!  Af hverju? Af því bara, af því að ég þarf þess ekki. Kannski er ég hvattur til þess eða get nýtt mér þjónustuna. En ég bara kýs að gera það ekki segir Smákóngurinn.  Fjármálaráðherrar síðustu ára virðast ekkert geta haft áhrif á Smákónginn. Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum.  Á Íslandi þrífst Smákóngurinn vel og aldrei jafn vel líklega. Örfáir smákóngar hafa misst spón úr aski sínum undanfarin ár með sameiningu stofnana. En Kóngurinn sjálfur, Íslenska ríkið, er afskaplega meðvirkur og vill ekki snerta á Bjarti í Sumarhúsum. Við ráðum okkur sjálf. Þetta er vandinn í hnotskurn,“ skrifar Sigurjón og telur að aðgerða sé þörf.

Hér má lesa fróðlega grein Sigurjóns.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Brynjar Níelsson: Mistök að leyfa þjóðinni ekki að ákveða hvort hún vildi fara inn í Evrópusambandið – Viðreisn þurfti ekki að verða til

Brynjar Níelsson: Mistök að leyfa þjóðinni ekki að ákveða hvort hún vildi fara inn í Evrópusambandið – Viðreisn þurfti ekki að verða til
Eyjan
Fyrir 3 dögum

KAPP kaupir bandarískt fyrirtæki í Seattle

KAPP kaupir bandarískt fyrirtæki í Seattle
Eyjan
Fyrir 1 viku

Björn saknar Óla Björns – „Það munar misjafnlega mikið um framlag þeirra sem hverfa úr þingsölunum“

Björn saknar Óla Björns – „Það munar misjafnlega mikið um framlag þeirra sem hverfa úr þingsölunum“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Birgir segir að Þórður Snær sé réttkjörinn: „Þetta á sér ekki fordæmi svo ég viti til“

Birgir segir að Þórður Snær sé réttkjörinn: „Þetta á sér ekki fordæmi svo ég viti til“