Manchester United og Coventry mætast í undanúrslitum enska bikarsins á sunnudag. Þetta er í fyrsta sinn sem liðin mætast síðan 2007.
United er án efa sigurstranglegri aðilinn á sunnudag. Í hinu undanúrslitaeinvíginu eigast við Chelsea og Manchester City.
Það er áhugavert að skoða byrjunarlið United frá leiknum 2007 en liðin mættust í 3. umferð enska deildabikarsins. Sir Alex Ferguson tefldi alls ekki fram sínu sterkasta liði.
Það fór líka svo að Coventry vann 0-2 sigur á Old Trafford.
Menn eins og Nani og Gerrad Pique, sem átti eftir að verða goðsögn hjá Barcelona, voru þó í liðinu.
Hér að neðan má sjá byrjunarlið United frá því í leiknum 2007.