Réttarhöld yfir Brandon Williams leikmanni Manchester United fara fram í mars á næsta ári, hann mætti fyrir dómara í dag.
Williams er ákærður fyrir ofsaakstur sem leiddi til árekstur og að hafa keyrt bílinn án trygginga.
Williams mætti fyrir dómara í dag en neitar sök í báðum liðum en málið verður tekið fyrir eftir tæpt ár.
Hann er sakaður um að hafa í ágúst á síðasta ári keyrt alltof hratt í Wilmslow, úthverfi Manchester. Á það hafa orsakað árekstur sem varð.
Williams er með 65 þúsund pund í laun á viku en hann er í dag á láni hjá Ipswich í næst efstu deild.