Þeir Antony, Scott McTominay og Harry Maguire geta allir spilað fyrir Manchester United gegn Coventry á sunnudag.
Liðin mætast í undanúrslitum FA bikarsins á Wembley. Áðurnefndir leikmenn hafa glímt við meiðsli.
Antony missti af síðasta leik gegn Bournemouth og McTominay hefur misst af undanförnum tveimur leikjum.
Maguire spilaði síðasta leik gegn Bournemouth en glímdi við meiðsli í honum að sögn Ten Hag.
Hollenski stjórinn segir nú að allir leikmenn verði klárir í slaginn.
Í hinum undanúrslitaleiknum mætast Manchester City og Chelsea. Hann fer fram á laugardag.
City og United mættust í úrslitaleik keppninnar í fyrra og gæti sagan því endurtekið sig.