Alejandro Garnacho hefur beðið Erik ten Hag stjóra Manchester United afsökunar á því að hafa sett læk við færslur á X-inu.
Eftir að hafa verið tekinn af velli í hálfleik gegn Bournemouth um síðustu helgi fór Garnacho á X-ið og líkaði við færslur sem gagnrýndu Erik ten Hag.
Garnacho var fljótur að taka lækin í burtu þegar stuðningsmenn United tóku eftir þessu.
„Alejandro er ungur drengur, hann verður að læra mikið og hratt,“ segir Ten Hag.
„Hann baðst afsökunar og við höldum áfram með lífið.“
Ljóst er að það er óeinning innan raða United og alls óvíst hvort hollenski stjórinn lifi af tímabilið.
United hefur spilað afar illa á þessu tímabili og endalausar sögur um að starf Ten Hag sé í hættu.
🚨🎙️ | Ten Hag on Alejandro Garnacho’s liked tweets:
„Alejandro is a young player and has to learn a lot. He apologised for it and after that we move on.“ pic.twitter.com/V4j9a7ZyEq
— UtdDistrict (@UtdDistrict) April 19, 2024