Axel Óskar Andrésson, varnarmaður KR, var gestur í nýjasta þætti af Íþróttavikunni. Helgi Fannar Sigurðsson og Hrafnkell Freyr Ágústsson hafa umsjón með þættinum.
8-liða úrslit Meistaradeildarinnar kláruðust í vikunni. Arsenal datt til að mynda úr leik eftir 1-0 tap gegn Bayern Munchen.
„Þeir eru bara svona „good guys,“ það er ekkert óhugnanlegt að mæta þeim,“ sagði Axel um Arsenal.
„Hvað fær Arteta langan tíma? Ég vil bara halda honum þarna,“ sagði Axel kaldhæðinn.
„Ég held hann eigi mikið inni,“ sagði Helgi þá.
„Þú ert sem sagt Arsenal-maður? Viltu hafa hann þarna?“ spurði Axel áður en Helgi svaraði aftur.
„Já, ertu að grínast?“
„Sammála þér. Einn FA bikar á fimm árum, bara geðveikt,“ sagði Axel þá léttur.
„Þetta er með yngstu liðum í deildinni og ég held hann eigi mikið inni. En ég skynja kaldhæðni hjá þér,“ sagði Helgi að endingu um málið.
Umræðan í heild er í spilaranum.
Íþróttavikan er í boði Bola léttöl og Lengjunnar