Axel Óskar Andrésson, varnarmaður KR, var gestur í nýjasta þætti af Íþróttavikunni. Helgi Fannar Sigurðsson og Hrafnkell Freyr Ágústsson hafa umsjón með þættinum.
Axel kom heim úr atvinnumennsku fyrir tímabil en hann er uppalinn hjá Aftureldingu.
„Ég æfði með þeim allan desember og þeir eru í hörkustandi. Það var fyrsta skrefið í því að hugsa um Ísland sem möguleika, hvað þetta væri ógeðslega flott þarna. Ég var bara í sjokki,“ sagði hann í þættinum.
Afturelding var hársbreidd frá því að fara upp úr Lengjudeildinni í fyrra, töpuðu í úrslitaleik umspilsins gegn Vestra.
„Það er erfitt að segja til um hvort þeir fari upp. Það er erftitt að koma frá síðasta tímabili. Þeir eru 100 prósent með leikmennina og hópinn til að fara upp en þeir þurfa að vera sterkir andlega. Þetta er ekkert létt.
Þetta átti bara að gerast. Afturelding verður topp þrír klúbbur á landinu en það tekur bara tíma að byggja upp þetta stórveldi.“
Umræðan í heild er í spilaranum.
Íþróttavikan er í boði Bola léttöl og Lengjunnar