Pep Lijnders aðstoðarþjálfari Liverpool mun láta af störfum hjá félaginu á sama tíma og Jurgen Klopp, hann vill fara að vera aðalþjálfari.
The Athletic fjallar um málið og segir þar að Besiktas í Tyrklandi vilji fá Lijnders til starfa.
Lijnders er 41 árs Hollendingur en hann hefur verið aðstoðarmaður Klopp frá árinu 2018 en hann hætti um stutta stund til að þjálfa í Hollandi, áður hafði hann starfað hjá Liverpool frá 2014.
Lijnders hefur ekki komið til greina sem arftaki Klopp á Anfield en Liverpool leitar sér að nýjum stjóra.
Lijnders er með fleiri tilboð á borði sínu en Tyrkirnir setja kraft í það að fá hann til starfa.