Joshua Kimmich leikmaður FC Bayern er sakaður um það hafa gert grín að Bukayo Saka kantmanni Arsenal eftir leik liðanna í Meistaradeild á miðvikudag.
Kimmich skoraði eina mark leiksins og skaut Bayern áfram í undanúrslit.
Eftir leik voru leikmenn Bayern að fagna þegar Kimmich var með leikræna tilburði sem minntu á það hvernig Saka er.
Saka á það til að haltra helst til of mikið í leikjum en iðulega er hann ekki meiddur, Kimmich virtist hafa gaman af því.
Dæmi hver fyrir sig en atvikið má sjá hér að neðan.
The shithousery from Kimmich doing Saka’s signature move 😂😂😂pic.twitter.com/KdEpPnpjg8
— The 44 ⚽️ (@The_Forty_Four) April 18, 2024