Nokkra athygli hefur vakið að Knattspyrnusamband Íslands hefur ekki ráðið framkvæmdarstjóra til starfa en Klara Bjartmarz sagði upp störfum í janúar en vann út febrúar.
Þorvaldur Örlygsson, nýr formaður og hans stjórn hefur ekki ráðið inn framkvæmdarstjóra á tveimur mánuðum þeirra í starfi.
Íþróttafréttamaðurinn, Ríkharð Óskar Guðnason segir ástæðuna vera að KSÍ sé enn að greiða Klöru laun.
„Ég heyrði það frá mjög góðum aðila, ég tel þetta traustan aðila. Ég heyri að ástæðan fyrir því að KSÍ hefur ekki ráðið framkvæmdarstjóra er að Klara Bjartmarz er enn á launum hjá KSÍ og verður það til 1. júní,“ sagði Ríkharð í Þungavigtinni.
Kristján Óli Sigurðsson telur þetta eðlilegt ferli. „Það er á mörgum stöðum þar sem þú segir upp sjálfur að þá færðu greitt í einhverja mánuði, KSÍ er ekki að synda í seðlum. Jörundur Áki er settur framkvæmdarstjóra.“
Mikael Nikulásson þjálfari KFA telur þetta ekki eðlileg vinnubrögð. „Hún er byrjuð í annari vinnu og þiggur laun þar, þá á hún að hætta á launum hjá KSÍ. Þetta er bara galið,“ sagði Mikael