fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
Pressan

Ert með ofnæmi fyrir hundum? Þá gætirðu líka verið með lítt þekkt kynlífsofnæmi

Pressan
Föstudaginn 19. apríl 2024 07:30

Myndin tengist fréttinni ekki beint. Mynd: Unsplash.com

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hefur þú heyrt um HSPH (Human Seminal Plasma Hypersensitivity) ofnæmi? Hugsanlega ekki, enda fáir sem þjást af því.

Ef þú hefur fundið fyrir óþægindum í kynfærunum að undanförnu og þú hefur greinst með kynsjúkdóm, þá er ekki útilokað að þú sér með ofnæmi fyrir líkamsvökva maka þíns eða hjásvæfu.

Einmitt, þú getur verið með ofnæmi fyrir sæði hans.

Dr José Costa, ofnæmislæknir, sagði í samtali við Metro að ofnæmi af þessu tagi sé meðal þess sem hann fær inn á stofu til sín á hverju ári en þó  ekki nema 1 til 2 tilfelli.

Þetta er sjaldgæft ofnæmi en um 8% breskra kvenna þjást af því. En hugsanlega er hlutfallið mun hærra því þetta er oft ranglega greint sem eitthvað annað heilsufarsvandamál.

Þar sem um ofnæmi fyrir sæði er að ræða þá eru það aðeins konur, sem stunda kynlíf með körlum, og fræðilega séð karlar, sem stunda kynlíf með körlum, sem geta fengið þetta ofnæmi. Costa sagði að hann hafi aldrei fengið karlkyns sjúkling til sín með ofnæmi af þessu tagi.

Hann sagði að ofnæmið tengist ákveðnum prótínum í sæðisvökvanum. Þau geti valdið ónæmisviðbrögðum.

Eins og gefur að skilja þá er ofnæmiskast eitt það síðasta sem fólk vill upplifa þegar það er að stunda kynlíf en það er auðvitað ekkert til að skammast sín fyrir.

Costa sagði það ansi áhugavert að þær konur sem hann greinir með HSPH hafi oft verið greindar með ofnæmi fyrir dýrafeldi, sérstaklega fyrir feldi hunda. Ástæðan er að mjög svipað prótín er í hundum og í sæði karla.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Allir mættu nema Mbappe
Pressan
Í gær

Uggandi auðmaður varaði kollega sína við afleiðingum misskiptingarinnar – „Þá verður heygöflunum beint að okkur“

Uggandi auðmaður varaði kollega sína við afleiðingum misskiptingarinnar – „Þá verður heygöflunum beint að okkur“
Pressan
Í gær

Musk segir að heimilisleysi sé ekkert annað en lygar og áróður

Musk segir að heimilisleysi sé ekkert annað en lygar og áróður