Bjarni Benediktsson er staddur í Liecthenstein
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra er staddur í smáríkinu Liectenstein þar sem hann fundaði meðal annars með forsætis- og fjármálaráðherra ríkisins.
Ferðin byrjaði þó ekki vel því Bjarni veiktist hastarlega eins og hann greinir frá á Facebook-síðu sinni.
„Heimsókn til Lichtenstein byrjaði illa því er ég loks var kominn á leiðarenda hafði ég kastað upp í þremur löndum og í annarri flugvélinni,“ segir Bjarni sem bætir við að hann hafi átt góða fundi í gær með forsætis- og fjármálaráðherranum, þar sem einkum var rætt um EES-samstarfið og innleiðingu nýs regluverks á fjármálamarkaði.
„Í morgun gafst færi á að renna sér nokkrar ferðir með Marco Büchel, sem var meðal bestu skíðamanna heims á 20 ára atvinnumannsferli,“ segir Bjarni.