Sumir segja að baðhandklæði megi nota sjö sinnum áður en þau eru þvegin en aðrir vilja hreint handklæði í hvert sinn sem þeir fara í bað. Það eru einnig deildar meiningar um hversu oft á að þvo sængurver, ekki síst vegna þess að það getur verið erfitt að muna hvenær maður skipti síðast á rúminu.
Á vefsíðunni Goodhousekeeping.com er góð ráð að finna um þetta og margt annað. Á síðunni er því slegið fast að það sé ekki hægt að láta lyktarskynið ráða því hvenær handklæðin og sængurverin eru þvegin.
Meginreglan með sængurver að þau á að þvo á hálfsmánaðarfresti. Ef þú svitnar mikið á nóttunni, þá þarf að þvo þau vikulega. En það er nóg að þvo sængina og koddann tvisvar þrisvar á ári.
Baðhandklæði þarf að þvo oftar en sængurver, en samkvæmt því sem fram kemur á Goodhouskeeping.com á að þvo þau þegar búið er að nota þau 3-4 sinnum. Þetta er háð því að maður muni að hengja handklæðið upp og breiða úr því í rými þar sem loftar vel um.
Það má heldur ekki gleyma baðmottunni, sem er fyrir framan baðkarið eða sturtuklefann. Hana þarf að þvo vikulega.