fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
Pressan

Skilningarvitin hætta að starfa í ákveðinni röð þegar fólk er að deyja

Pressan
Föstudaginn 19. apríl 2024 22:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eins og fæðing þá er það að deyja ákveðið ferli. Líkaminn gengur í gegnum ákveðna atburði og breytingar í dauðaferlinu. Andlátið sjálft er einfaldlega lokaatriðið í þessu ferli.

Tímalína allra er misjöfn og það deyja ekki allir á sama hátt. Þeir sem ná því að deyja „eðlilegum náttúrulegum dauða“, eftir að hafa náð háum aldri, ganga í gegnum sama ferlið þar sem líkaminn hættir starfsemi sinni í ákveðinni röð.

Metro segir að í bókinni „Palliative Care Perspectives“ eftir James Hallenbeck, sem er sérfræðingur í líknandi meðferð við Stanford háskólann, komi fram að í aðdraganda andlátsins eigi ákveðið ferli sér stað í ákveðinni röð þegar líkaminn er að slökkva á sér.

Hallenbeck segir að meirihluti deyjandi fólks finni fyrst fyrir minnkandi matarlyst og þorsta. Ástæðan er að deyjandi líkami hefur ekki sömu þörf fyrir vítamín, næringarefni og næringu eins og heilbrigður líkami. Hann þarf heldur ekki mat og drykk sem orkugjafa því hann er þegar kominn í það ferli að slökkva á sér.

Þess utan á meltingarkerfið erfiðara með að melta mat og drykk.

Eftir því sem ferlið heldur áfram, byrjar fólk að tala hægt og það á í erfiðleikum með að halda uppi samræðum.

Það að fólk dregur sig út úr samræðum er oft merki um að viðkomandi sé kominn í dauðaferlið og að lokum mun viðkomandi hugsanlega missa málið samhliða því sem hann sefur lengur eða er meðvitundarlaus.

Andardráttur viðkomandi verður einnig óreglulegur og breytist úr djúpum andardrætti yfir í grunnan og það hægir á honum.

Næst er röðin komin að sjóninni. Henni hrakar og fólk verður jafnvel aðeins fært um að sjá það sem er mjög nálægt því. Nærstaddir taka hugsanlega eftir því að hin deyjandi mannsekja lokar augunum hugsanlega oft eða er með þau hálfopin. Þetta er vegna minni vöðvastyrks. Hin deyjandi manneskja á hugsanlega erfitt með að fylgjast með hvað er að gerast og stundum gera ofskynjanir vart við sig. Til dæmis sér fólk stundum gæludýr eða fólk sem er dáið. Sjónin getur einnig orðið þokukennd þar til viðkomandi missir meðvitund.

Á allar síðustu stundum lífsins flakkar fólk á milli meðvitundar og meðvitundarleysis. Það getur hugsanlega fundið fyrir snertingu og hlustað á það sem fer fram. En þegar viðkomandi er fallinn í dá, þá er tilfinningin fyrir snertingu það næst síðasta sem líkaminn lokar á.  Viðkomandi finnur ekki lengur fyrir sársauka og andlátið sjálft ætti að vera friðsælt og sársaukalaust.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Allir mættu nema Mbappe
Pressan
Fyrir 2 dögum

Áttræð kona lét lífið út af bilun í rafmagnsrúmi – „Hún þjáðist allan tímann“

Áttræð kona lét lífið út af bilun í rafmagnsrúmi – „Hún þjáðist allan tímann“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Dularfullir drónar herja á New Jersey – Enginn veit hvaðan þeir koma eða hvers vegna þeir eru þarna

Dularfullir drónar herja á New Jersey – Enginn veit hvaðan þeir koma eða hvers vegna þeir eru þarna
Pressan
Fyrir 3 dögum

Tik-Tok-maðurinn dæmdur

Tik-Tok-maðurinn dæmdur
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fann bróður sinn eftir 25 ára aðskilnað – Nú hefur sagan tekið óvænta og ljóta stefnu

Fann bróður sinn eftir 25 ára aðskilnað – Nú hefur sagan tekið óvænta og ljóta stefnu