Það var kannski engin furða því þessi 33 ára bandaríska kona hafði fitnað jafnt og þétt árum saman og var nú orðin 159 kíló. Metro skýrði frá þessu.
Þessi vandræði hennar með að komast í Batmanbúninginn og hin nánast óþekkjanlega kona á ljósmyndunum varð til þess að hún tók mikilvæga ákvörðun. Nú ætlaði hún að léttast.
Hún fór að hugsa um hvað hún borðaði og það lá í augum uppi að hún borðaði of mikið af því að hún gerði svolítið sem margir foreldrar gera.
„Börnin mín kláruðu aldrei matinn sinn svo ég borðaði afgangana af diskunum þeirra í ofanálag við matinn minn. Oftast var þetta aðkeyptur matur eða skyndibiti,“ sagði hún í samtali við Metro.
Hún er sannfærð um að þessi ávani hennar að borða afganginn af mat barnanna hafi átt stóran hlut að máli að hún varð svona þung.
Þegar hún hætti að borða afgangana, fór að fylgja ákveðnu mataræði og æfa eftir hlaupappi, fóru hlutirnir að gerast. Fjórum árum síðar hafði hún lést um 74 kíló og leit vel út í ofurhetjubúningum og það sem er enn mikilvægara – henni leið eins og ofurhetju.