Manchester City ætlar að gera harða atlögu að því að fá Jamal Musiala til liðs við sig frá Bayern Munchen í sumar. Guardian segir frá.
City féll úr leik í Meistaradeild Evrópu gegn Real Madrid í gær en nú virðist félagið ætla að reyna við einn allra stærsta bitann á markaðnum.
Hinn 21 árs gamli Musiala hefur skorað 12 mörk og lagt upp 6 á þessari leiktíð með Bayern. Hann er eftirsóttur af fleiri félögum og er talið að Arsenal, Liverpool og Manchester United hafi líka áhuga.
Musiala verður ekki ódýr en hann er metinn á hátt í 100 milljónir punda.