fbpx
Laugardagur 31.ágúst 2024
Fréttir

Segist enga tengingu hafa við heimalandið en verður samt að sitja í fangelsi þar

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 18. apríl 2024 16:00

Mynd: DV/Maggi gnúsari

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Héraðsdómur Reykjaness og Landsréttur hafa staðfest ákvörðun ríkissaksóknara um að verða við beiðni pólskra yfirvalda um að afhenda til Póllands mann sem á eftir að afplána þar tveggja og hálfs árs fangelsi af dómi sem hann hlaut fyrir fíkniefnabrot.

Maðurinn segist hafa búið á Íslandi í rúmlega þrjú ár og fest rætur hér. Hefur hann óskað eftir því að afplána frekar hér á landi. Fyrir dómi sagðist hann hafa skapað sér eðlilegt líf á Íslandi, ætti kærustu og væri í vinnu. Hann segist vera almennt hraustur en glími við þunglyndi og hafi leitað til læknis vegna þess. Hefur maðurinn óskað eftir  því að beiðni pólskra yfirvalda um afhendingu hans verði synjað af mannúðarástæðum.

Hann vísaði til ákvæða laga þess efnis að synja skuli um afhendingu manns samkvæmt handtökuskipun ef afhendingin sé í andstöðu við ákvæði Mannréttindasáttmála Evrópu. Telur maðurinn að það feli í sér ómannúðlega og vanvirðandi meðferð að senda hann til Póllands. Í úrskurðinum segir um þetta: „Þar í landi verði hann í viðkvæmri stöðu þar sem hann hafi ekki búið þar né heimsótt landið í þrjú ár og þar eigi hann engan að. Telur varnaraðili að hagsmunir hans vegi þyngra en hagsmunir pólskra yfirvalda fyrir afhendingarbeiðninni. Dómar sem varnaraðili hafi hlotið varði ekki alvarleg brot og sanngirnissjónarmið mæli gegn því að beita varnaraðila svo íþyngjandi þvingunarráðstöfunum og þá einkum með tilliti til aldurs hans.“

Á þessi rök féllst dómsvaldið ekki og vísaði meðal annars til þess að afbrot mannsins í Póllandi væru líka refsiverð hér á landi. Telja bæði héraðsdómur og Landsréttur að afhending mannsins til Póllands uppfylli lög og er því niðurstaðan sú að verða við beiðni pólskra yfirvalda um afhendingu mannsins til Póllands.

Úrskurði Landsréttar og héraðsdóms í málinu má lesa hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Hættuleg umferðarljós í Langholtshverfi vekja reiði íbúa – „Það munaði svo litlu að keyrt væri yfir hana“

Hættuleg umferðarljós í Langholtshverfi vekja reiði íbúa – „Það munaði svo litlu að keyrt væri yfir hana“
Fréttir
Í gær

Banaslys í Garðabæ

Banaslys í Garðabæ
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Meintur raðnauðgari ákærður fyrir brot gegn fjórum konum – Nýtti sér að þær gátu ekki spornað við ofbeldinu og tók háttsemina upp

Meintur raðnauðgari ákærður fyrir brot gegn fjórum konum – Nýtti sér að þær gátu ekki spornað við ofbeldinu og tók háttsemina upp
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Yfirlýsing frá Ice Pic Journeys – Harma mjög banaslysið

Yfirlýsing frá Ice Pic Journeys – Harma mjög banaslysið
Fréttir
Fyrir 2 dögum

CIA segir að markmiðið hafi verið að drepa þúsundir manna

CIA segir að markmiðið hafi verið að drepa þúsundir manna
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ung kona lést þegar eftirlíkingu af víkingaskipi hvolfdi í Noregi – Festist undir bátnum

Ung kona lést þegar eftirlíkingu af víkingaskipi hvolfdi í Noregi – Festist undir bátnum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Helgi Magnús ákveðinn: „Ég mun fara alla leið með þetta og gef ekkert eftir“

Helgi Magnús ákveðinn: „Ég mun fara alla leið með þetta og gef ekkert eftir“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Björguðu manni úr sjálfheldu – Kaldur og skelkaður þegar hann kom niður

Björguðu manni úr sjálfheldu – Kaldur og skelkaður þegar hann kom niður