Bernardo Silva klikkaði á víti fyrir Manchester City gegn Real Madrid í Meistaradeildinni í gær. Enginn hafði meira gaman að því en rússneskur íþróttalýsandi sem lýsti leiknum þar í landi.
Liðin mættust í seinni leik sínum í 8-liða úrslitum. Fyrri leiknum lauk 3-3 en í gær fór leikurinn 1-1 og því farið í framlengingu og svo vítaspyrnukeppni.
Þar hafði Real Madrid betur en Silva átti vægast sagt slappt víti í keppninni.
Hann skaut beint á markmanninn og hló rússneski lýsandinn dátt.
Hér að neðan má sjá og heyra þetta.
Russian commentators reaction to Bernando Silvas penalty
byu/PointPlex insoccer