Roberto Firmino fyrrum framherji Liverpool hefur sett húsið sitt í borginni á sölu, húsið er staðsett fyrir utan miðbæ Liverpool þar sem ríkt og frægt fólk býr.
Húsið er allt hið glæsilegasta en þar má finna sundlaug, bíósal og fleira. Bílskúrinn er afar glæsilegur.
Firmino yfirgaf Liverpool síðasta sumar en hann vill fá 800 milljónir króna fyrir húsið sitt.
Firmino fór til Sádí Arabíu síðasta sumar eftir farsæla dvöl á Anfield en hann var goðsögn í hópi stuðningsmanna félagsins.
Líklegt er talið að húsið hans Firmino seljist nokkuð fljótt en það myndi henta vel fyrir einhverja leikmenn Liverpool í dag.