Samkvæmt enskum götublöðum er Tottenham að skoða það að bjóða Anthony Martial samning í sumar þegar hann getur komið frítt.
Manchester United hefur tekið ákvörðun um að leyfa Martial að fara frítt þegar samningur hans er á enda.
Franski framherjinn hefur átt ágæta spretti á níu árum hjá United en aldrei náð að slá í gegn.
Forráðamenn félagsins telja þetta fullreynt og ætla ekki að bjóða Martial samning.
Ensk blöð segja að Tottenham vilji nú skoða það að fá franska framherjann til að auka breiddina í sóknarlínu sinni.
Inter á Ítalíu hefur einnig áhuga á Martial og þá hefur Fenerbache skoðað það að bjóða Martial samning.