fbpx
Laugardagur 19.apríl 2025
Fréttir

Hvað má barnið heita? – Herkúles en ekki Boom

Ragna Gestsdóttir
Fimmtudaginn 18. apríl 2024 11:30

Mynd: Unsplash.com

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mannanafnanefnd kvað á þriðjudag upp nokkra úrskurði vegna erinda sem nefndinni bárust og má segja að nefndin hafi verið nokkuð jákvæð þennan dag, en flest erindin voru samþykkt.

Kvenmannsnöfnin Bjartdís og Althea, og karlmannsnöfnin Herkúles, Dímítrí og Cyrus voru samþykkt.

Grískt tökunafn samþykkt

Um nafnið Althea segir að reynt hafi á þriðja skilyrði 5. gr. laga, nr. 45/1996, um mannanöfn, en til þess að heimilt sé að samþykkja nýtt eiginnafn þurfa öll skilyrði greinarinnar að vera uppfyllt. Þau eru: 

  • Eiginnafn skal geta tekið íslenska eignarfallsendingu eða hafa unnið sér hefð í íslensku máli.
  • Nafnið má ekki brjóta í bág við íslenskt málkerfi.
  • Það skal ritað í samræmi við almennar ritreglur íslensks máls nema hefð sé fyrir öðrum rithætti þess.
  • Eiginnafn má ekki vera þannig að það geti orðið nafnbera til ama.

„Í máli þessu reynir á skilyrði númer þrjú þar sem nafnið er ekki ritað í samræmi við almennar ritreglur íslensks máls þar sem samstafan th kemur ekki fyrir í sama atkvæði. Þannig er aðeins hægt að samþykkja það að hefð sé fyrir rithætti nafnsins. Við túlkun mannanafnanefndar á hefð í 5. og 6. gr. laga um mannanöfn styðst nefndið við vinnulagsreglur sem nefndin uppfærði síðast á fundi 22. mars 2022 og eru byggðar á greinargerð með frumvarpi að mannanafnalögum, eldri vinnulagsreglum, dómaframkvæmd og sjónarmiðum sem fjallað er um í fundargerð. 

Félst nefndin þannig á að nafnið Althea sé grískt tökunafn og því hefð fyrir þessum rithætti þessi á grundvelli 4. gr. vinnulagsreglnanna.

Óður fékk samþykki, en Óðr ekki

Mannanafnanefnd samþykkti einnig millinöfnin Jórvík og Sæ. Segir nefndin nöfnin af íslenskum orðstofni, hafar ekki unnið sér hefð sem eiginnafn og geti ekki orðið nafnbera til ama. Þá séu nöfnin ekki ættarnafn og uppfylli því skilyrði 6. gr. Laganna.

Nefndin samþykkti beiðni um eiginnafnið Kriss og skal nafnið fært á mannanafnaskrá yfir kynhlutlaus nöfn, og einnig eiginnafnið Óður. Nefndin hafnaði hins vegar eiginnafninu Óðr.

Nefndin hafnaði nafninu Bergman, bæði sem eiginnafni (kk) og millinafni á þeim grundvelli að ekki er hefð fyrir þessum rithætti nafnsins sem eiginnafn og að ættarnöfn er almennt ekki hægt að samþykkja sem millinöfn.

Beiðni um millinafnið Boom var hafnað, sem og beiðni um eiginnafnið Boom. „Samkvæmt upplýsingum frá Þjóðskrá ber enginn einstaklingur, sem uppfyllir skilyrði vinnulagsreglnanna, eiginnafnið Boom og það kemur heldur ekki fyrir í manntölum frá 1703-1920. Er því ekki hefð fyrir þessum rithætti og beiðni um nafnið því hafnað.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Hrottaleg nauðgun á annan í jólum

Hrottaleg nauðgun á annan í jólum
Fréttir
Í gær

Landsnet hvetur starfsfólk til að tilkynna um lögbrot og ámælisverða háttsemi

Landsnet hvetur starfsfólk til að tilkynna um lögbrot og ámælisverða háttsemi
Fréttir
Í gær

Guðmundur Ingi ver framhaldsskólafrumvarpið – „Ekki stendur til að hætta að líta til námsárangurs“

Guðmundur Ingi ver framhaldsskólafrumvarpið – „Ekki stendur til að hætta að líta til námsárangurs“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Misþyrmdi stjúpsonum sínum margsinnis á löngu tímabili

Misþyrmdi stjúpsonum sínum margsinnis á löngu tímabili
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mafíuleg aftaka í Róm – Kínverskur glæpaforingi skotinn til bana ásamt eiginkonu sinni

Mafíuleg aftaka í Róm – Kínverskur glæpaforingi skotinn til bana ásamt eiginkonu sinni
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vitni segja dótturina hafa beitt foreldra sína líkamlegu ofbeldi

Vitni segja dótturina hafa beitt foreldra sína líkamlegu ofbeldi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Zelenskyy heyrir Rússa hvísla þegar J.D. Vance öskrar

Zelenskyy heyrir Rússa hvísla þegar J.D. Vance öskrar