„Jurgen Klopp er að fara svo það er fullkomið fyrir Salah að fara,“ segir Jose Enrique fyrrum leikmaður Liverpool um stöðu mála hjá félaginu.
Hann fullyrðir að hann viti af því að 200 milljóna punda tilboð frá Sádí Arabíu hafi borist í Salah síðasta sumar.
Enrique segir að allir þeir sem skilji heim fótboltans viti að slíkt tilboð komi ekki nema að leikmaðurinn sjálfur sé búinn að semja.
„Þeir fengu 200 milljóna punda tilboð í sumar, þegar þú færð þannig tilboð að þá er samkomulag leikmannsins og félagsins klárt.“
„Ég held að Salah hafi samið um allt og að hann fari til Sádí Arabíu í sumar.“