Leikmenn Arsenal voru niðurbrotnir í klefanum eftir leikinn gegn FC Bayern í Meistaradeildinni í gær þar sem liðið féll úr leik í átta liða úrslitum.
Fyrri leiknum lauk með 2-2 jafntefli en það voru heimamenn í Bayern sem voru sterkari aðili leiksins.
Leikurinn var nokkuð lokaður en eftir rúman klukkutíma skoraði Josuha Kimmich eina mark leiksins og skaut Bayern áfram.
Arsenal reyndi að opna sterka vörn Bayern en það án árangurs og Bayern er komið áfram.
„Það eru allir í rusli í klefanum, við erum svekktir,“ sagði Mikel Arteta eftir leik.
„Ég get ekki fundið réttu orðin til að peppa þá upp. Ég verð að vera með þeim og styðja þá.“
„Það eru leikmennirnir sem hafa tekið okkur í þetta ferðalag.“