Arsenal er úr leik í Meistaradeild Evrópu eftir 1-0 tap gegn FC Bayern en um var að ræða seinni leik liðanna í átta liða úrslitum.
Fyrri leiknum lauk með 2-2 jafntefli en það voru heimamenn í Bayern sem voru sterkari aðili leiksins.
Leikurinn var nokkuð lokaður en eftir rúman klukkutíma skoraði Josuha Kimmich eina mark leiksins og skaut Bayern áfram.
Arsenal reyndi að opna sterka vörn Bayern en það án árangurs og Bayern er komið áfram.
Í hinum leiknum í kvöld er framlenging þar sem Manchester City og Real Madrid eru að gera 1-1 jafntefli og samanlagt 4-4.