fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
Fréttir

Úkraínskir hobbýdrónar gera rándýrum rússneskum skriðdrekum lífið leitt

Pressan
Fimmtudaginn 18. apríl 2024 07:30

Þessi dróni tengist fréttinni ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er ekkert leyndarmál að Úkraínumenn sárvantar meiri getu í lofti til að geta stöðvað framsókn rússneska hersins á vígvellinum. En þrátt fyrir það eru vopnasendingar frá Bandaríkjunum og Evrópu í biðstöðu og úkraínskir hermenn verða í vaxandi mæli að finna óhefðbundnar aðferðir til að takast á við innrásarherinn.

Einfaldir hobbýdrónar hafa eyðilagt tvo þriðju af þeim rússnesku skriðdrekum sem hafa verið eyðilagðir á síðustu mánuðum. Þetta eru skriðdrekar sem kosta sem svarar til margra tuga milljóna íslenskra króna.

Embættismaður hjá NATÓ skýrði frá þessu í samtali við Foreign Policy.

Umræddir drónar, sem nefnast FPV-drónar, fást í nánast öllum tómstundabúðum og kosta sem svara til um 50.000 íslenskra króna.

Drónunum er stýrt með einfaldri fjarstýringu og þeir geta borið um 5 kíló af sprengiefni sem er annað hvort kastað á rússnesk ökutæki eða hermenn eða þá er þeim flogið beint á skotmarkið.

International Institute for Strategic Studies segir að úkraínsku hobbýdrónarnir hafi valdið rússneska hernum miklu tjóni en Rússar hafa misst rúmlega 3.000 skriðdreka síðan þeir réðust inn í Úkraínu. Þetta eru fleiri skriðdrekar en þeir höfðu til ráðstöfunar þegar innrásin hófst.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Óhugnanleg aðkoma lögreglumanna á Akureyri – „Hún er bara dáin“

Óhugnanleg aðkoma lögreglumanna á Akureyri – „Hún er bara dáin“
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Ragnar fór úr rannsókn á ráni í mótmælin við Alþingi – „Ég get ekki bakkað úr svona aðstæðum og ég ætla ekki að skilja þá eftir“

Ragnar fór úr rannsókn á ráni í mótmælin við Alþingi – „Ég get ekki bakkað úr svona aðstæðum og ég ætla ekki að skilja þá eftir“
Fréttir
Í gær

Gamla góða Cocoa Puffs aftur á leið í verslanir

Gamla góða Cocoa Puffs aftur á leið í verslanir
Fréttir
Í gær

Var með mikið magn af OxyContin innvortis

Var með mikið magn af OxyContin innvortis