Einfaldir hobbýdrónar hafa eyðilagt tvo þriðju af þeim rússnesku skriðdrekum sem hafa verið eyðilagðir á síðustu mánuðum. Þetta eru skriðdrekar sem kosta sem svarar til margra tuga milljóna íslenskra króna.
Embættismaður hjá NATÓ skýrði frá þessu í samtali við Foreign Policy.
Umræddir drónar, sem nefnast FPV-drónar, fást í nánast öllum tómstundabúðum og kosta sem svara til um 50.000 íslenskra króna.
Drónunum er stýrt með einfaldri fjarstýringu og þeir geta borið um 5 kíló af sprengiefni sem er annað hvort kastað á rússnesk ökutæki eða hermenn eða þá er þeim flogið beint á skotmarkið.
International Institute for Strategic Studies segir að úkraínsku hobbýdrónarnir hafi valdið rússneska hernum miklu tjóni en Rússar hafa misst rúmlega 3.000 skriðdreka síðan þeir réðust inn í Úkraínu. Þetta eru fleiri skriðdrekar en þeir höfðu til ráðstöfunar þegar innrásin hófst.