fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
Pressan

Roger þótti ekki duga sem fíkniefnaleitarhundur – Sannaði sig sem rústaleitarhundur

Pressan
Fimmtudaginn 18. apríl 2024 06:30

Roger stendur sig vel.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í upphafi var ætlunin að Roger, sem er átta ára Labrador hundur, yrði fíkniefnaleitarhundur hjá taívönsku tollgæslunni. En það reyndist ekki hægt að nota hann í það því hann var of leikglaður og forvitinn en fíkniefnaleitarhundar mega einmitt ekki vera of leikglaðir eða forvitnir.

Það var því ákveðið að breyta framtíðarstarfsvettangi Roger og gera hann að leitarhundi, sérþjálfuðum til að leita í rústum húsa.

Taívanar eru með vel skipulagðar björgunarsveitir því eins og hjá okkur hér á Íslandi er náttúran hið mikla ægivald sem getur farið illa með fólk. Jarðskjálftar eru tíðir á Taívan og það jafnvel mun öflugri en verða hér á landi.

Nýlega reið skjálfti upp á 7,4 yfir eyríkið, sá öflugasti í aldarfjórðung.

Sem betur létust ekki margir í skjálftanum. Ástæðan er meðal annars að Taívanar hafa árum saman undirbúið sig vel undir skjálfta af þessari stærðargráðu.

En hús hrundu og fólk meiddist og grófst undir rústunum. Þar komu leitarhundar á borð við Roger sér vel.

CNN segir að Roger hafi verið meðal þeirra leitarhunda sem voru strax sendir til starfa og fangaði hann fljótlega athygli landsmanna. Hugsanlega vegna sögu sinnar sem fyrrum fíkniefnaleitarhundur.

Roger fæddist í þjálfunarmiðstöð fyrir fíkniefnaleitarhunda en þörf hans fyrir að leika við fólk gerði að verkum að erfitt þótti að þjálfa hann. Hann var einfaldlega of vinalegur.

En glaðlegt viðmót hans og greind gerði að verkum að hann þótti mun líklegri til að standa sig vel sem björgunarhundur og því var hann settur í þjálfun fyrir það hlutverk þegar hann var eins árs.

Hann hefur tekið þátt í sjö stórum björgunaraðgerðum á ferli sínum. Fyrsta verkefnið var eftir jarðskjálfta upp á 6,4 sem reið yfir Taívan 2018.

Roger á tvö ár eftir í „eftirlaunaaldurinn“ en leitarhundar á borð við hann láta af störfum þegar þeir ná níu ára aldri og fá að eyða síðustu árunum í ró og næði.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Musk segir að heimilisleysi sé ekkert annað en lygar og áróður

Musk segir að heimilisleysi sé ekkert annað en lygar og áróður
Pressan
Fyrir 2 dögum

Leikkona lést þegar hún tók þátt í hreinsunarathöfn

Leikkona lést þegar hún tók þátt í hreinsunarathöfn
Pressan
Fyrir 4 dögum

Tik-Tok-maðurinn dæmdur

Tik-Tok-maðurinn dæmdur
Pressan
Fyrir 4 dögum

Fann bróður sinn eftir 25 ára aðskilnað – Nú hefur sagan tekið óvænta og ljóta stefnu

Fann bróður sinn eftir 25 ára aðskilnað – Nú hefur sagan tekið óvænta og ljóta stefnu