fbpx
Sunnudagur 05.janúar 2025
Pressan

Þess vegna áttu ekki að sofna yfir sjónvarpinu

Pressan
Fimmtudaginn 18. apríl 2024 04:15

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það að sofna yfir sjónvarpinu er algengur ávani en það getur haft ýmsar neikvæðar afleiðingar að gera þetta.

Margir elska að horfa á sjónvarp fyrir svefninn og sofna stundum yfir því, jafnvel yfir uppáhaldsþáttunum sínum. En það er kannski ekki svo snjallt að gera það því þetta getur haft margvísleg neikvæð áhrif fyrir heilsuna.

Daily Star segir að samkvæmt því sem Trevor Cooke, sérfræðingur hjá EarthWeb, segi þá geti það að sofna yfir sjónvarpinu valdið allt frá bakverkjum til vandræða með líkamsklukkuna og valdið margvíslegum verkjum.

Hann segir að eftirtaldar ástæður ættu að fá fólk til að reyna að forðast að sofna yfir sjónvarpinu.

Þetta ruglar líkamsklukkuna – Trevor segir að gerviljós frá sjónvarpsskjánum geti ruglað hinni eðlilegu hringrás líkamans hvað varðar svefn og vöku. Bláa ljósið frá skjánum geri að verkum að líkaminn hætti að framleiða melatónín sem er hormónið sem hjálpar fólki að sofa. Þetta getur gert fólki erfiðara fyrir við að sofna og sofa.

Þetta rýrir svefngæðin – Rannsóknir hafa sýnt að það að horfa á sjónvarp fyrir svefninn geti rýrt svefngæðin. Björt ljósin og spennandi sjónvarpsefni geta haldið heilanum virkjum og það getur gert fólki erfiðara fyrir við að slaka á og sofna. Þetta gæti gert að verkum að fólk vaknar nokkrum sinnum á nóttunni og finnst það vera þreytt þegar það vaknar.

Þetta getur haft áhrif á heilann – Trevor segir að ef fólk fær ekki nægan svefn geti það truflað heilastarfsemina. Slæmur svefn, eftir að hafa sofnað yfir sjónvarpinu, getur haft neikvæð áhrif á minnið, athyglina og ákvarðanatöku. Með tímanum getur þetta gert fólki erfitt fyrir við að læra, einbeita sér og vinna úr upplýsingum.

Þetta getur valdið bak- og hálsverkjum – Trevor segir að auk þess að hafa neikvæð áhrif á svefninn þá geti það að sofna í skrýtinni stellingu, eins og þegar fólk sofnar í sófanum, geti valdið líkamlegum vandræðum. Þetta geti valdið verkjum í vöðvum og beinum og valdið vanlíðan. Hann segir að undarlegar svefnstellinar geti valdið álagi á háls- og bakvöðva og valdið stífleika, eymslum og jafnvel krónískum verkjum.

Getur truflað blóðflæði – Þegar fólk sefur í stellingum sem þrýst á ákveðna hluta líkamans, getur það valdið því að blóðflæðið er ekki nægilega gott. Þetta getur valdið dofa, náladofa og óþægindum, sérstaklega í handleggjum og fótum. Ef þessu er haldið áfram í langan tíma, getur það valdið alvarlegum vandræðum með blóðflæði og jafnvel valdið segamyndum í djúpum bláæðum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Woke-hreyfingin á í vök að verjast eftir kosningasigur Trump

Woke-hreyfingin á í vök að verjast eftir kosningasigur Trump
Pressan
Fyrir 2 dögum

Besti golfari heims þurfti að gangast undir aðgerð eftir slys við jólamatseldina

Besti golfari heims þurfti að gangast undir aðgerð eftir slys við jólamatseldina
Pressan
Fyrir 4 dögum

Nískupúkinn vildi láta jarðsetja sig með öllum peningunum sínum – Ekkjan hefndi sín snilldarlega

Nískupúkinn vildi láta jarðsetja sig með öllum peningunum sínum – Ekkjan hefndi sín snilldarlega
Pressan
Fyrir 4 dögum

Svona léttist þú hraðast

Svona léttist þú hraðast