fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
433Sport

„Það er bara ágætt að vera spáð sjöunda sæti til að geta komið fólki á óvart“

Helgi Sigurðsson
Miðvikudaginn 17. apríl 2024 15:51

Selma Dögg setti seinna markið.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Spá fyrirliða, þjálfara og formanna fyrir Bestu deild kvenna var opinberuð í dag á kynningarfundi deildarinnar. Þar var Víkingi spáð sjöunda sæti og fyrirliði liðsins, Selma Dögg Björgvinsdóttir, ræddi við 433.is á fundinum.

„Það er bara ágætt að vera spáð sjöunda sæti til að geta komið fólki á óvart,“ sagði Selma.

video
play-sharp-fill

Víkingur er nýliði í deildinni en sömuleiðis ríkjandi bikarmeistari. Liðið stefnir hátt.

„Við höfum alveg sýnt að við getum allt sem við ætlum okkur svo markmiðin okkar eru háleit. Í fyrsta lagi ætlum við að halda okkur í deildinni en við stefnum mun hærra en það. Við ætlum að vera í efri hlutanum og jafnvel sýna eitthvað betra en það.“

Víkingur vann Val í leiknum meistari meistaranna í gær eftir vítaspyrnukeppni. Það gefur liðinu mikið.

„Sérstaklega því undirbúningstímabilið hefur verið upp og niður. Við erum búnar að tapa síðustu leikjum stórt, svo að koma inn í þennan leik og sýna að við getum gefið öllum liðum leik, það gefur okkur gríðarlega mikið,“ sagði Selma.

Nánar er rætt við hana í spilaranum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Skoraði stórkostlegt mark frá miðjuboganum – Sjáðu myndbandið

Skoraði stórkostlegt mark frá miðjuboganum – Sjáðu myndbandið
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Segir þetta hafa farið í gegnum hausinn á mönnum þegar Gylfi sneri aftur – „Ég held að þær hafi líka skipt hann miklu máli“

Segir þetta hafa farið í gegnum hausinn á mönnum þegar Gylfi sneri aftur – „Ég held að þær hafi líka skipt hann miklu máli“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Vestri samdi við sænskan miðjumann

Vestri samdi við sænskan miðjumann
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Tók virkilega óvenjulegri refsingu: Minnir á karakter úr Simpsons – ,,Ekki gaman fyrir þá að koma hingað heldur“

Tók virkilega óvenjulegri refsingu: Minnir á karakter úr Simpsons – ,,Ekki gaman fyrir þá að koma hingað heldur“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Leikmaður íslenska landsliðsins segir næsta landsliðsþjálfara þurfa að hafa þetta

Leikmaður íslenska landsliðsins segir næsta landsliðsþjálfara þurfa að hafa þetta
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Tuchel ætlar ekki að breyta til

Tuchel ætlar ekki að breyta til
433Sport
Í gær

Kraftaverk að hann sé á lífi eftir áreksturinn

Kraftaverk að hann sé á lífi eftir áreksturinn
433Sport
Í gær

Þjálfarinn ræddi aldrei við Sævar á meðan hann var í starfi – „Pælingarnar hans góðar en hann kom þeim svo illa frá sér“

Þjálfarinn ræddi aldrei við Sævar á meðan hann var í starfi – „Pælingarnar hans góðar en hann kom þeim svo illa frá sér“
Hide picture