Margir ráku upp stór augu er þeir sáu að einvígi Arsenal og Bayern Munchen annars vegar og Real Madrid og Manchester City hins vegar yrðu leikin á sama kvöldi. Breski miðillinn Talksport kveðst hafa útskýringar fyrir þessu.
Að margra mati er um tvö stærstu einvígi 8-liða úrslitanna að ræða en í gær mættust Barcelona og PSG annars vegar og Dortmund og Atletico Madrid hins vegar. PSG og Dortmund fóru áfram.
Í kvöld kemur svo í ljós hvaða tvö lið fylgja þeim en jafnt er í báðum einvígum fyrir seinni leikina í kvöld.
Talksport segir að ástæða þess að Arsenal og City spila stórleiki sína sama kvöld sé sú að Real Madrid og Atletico Madrid hafi bæði fengið fyrri leik sinn á heimavelli í síðustu viku. Sambandið vildi ekki að þeir færu fram sama kvöld í spænsku borginni.
Enski miðillinn segir þetta jafnframt högg fyrir sjónvarpsrétthafa sem hefðu viljað hafa Bayern Munchen gegn Arsenal og Manchester City gegn Real Madrid sitt hvort kvöldið.