Niðurstöður úr leikmannakönnun leikmanna í Bestu deild kvenna voru opinberaðar á kynningarfundi deildarinnar í dag.
Spurningalisti með ýmsum spurningum var lagður fyrir leikmenn og eitt nafn er sérlega áberandi í niðurstöðunum.
Hér að neðan eru niðurstöðurnar.
Besti leikmaður deildarinnar: Amanda Andradóttir
Fyrst út í atvinnumennsku: Amanda Andradóttir
Markahæsti leikmaður: Amanda Andradóttir
Leikmaður sem þú vilt úr öðru liði: Amanda Andradóttir
Völlur sem skemmtilegast er að heimsækja: Kaplakriki (FH) og Wurth-völlurinn (Fylkir)
Völlur sem erfiðast er að heimsækja: N1-Völlurinn (FH)
Grófasta liðið: FH
Lið sem mun koma mest á óvart: Fylkir
Hlaðvarp sem þú hlustar mesta á: Heimavöllurinn (40%)
Tegund af skóm: Nike
Flottasta treyja fyrir utan þá sem þitt lið spilar í: Víkingur
Mætir þú á leiki hjá öðrum liðum en þínu: Já (82%)