Blaðamaðurinn, Rudy Galetti segir að Manchester United vilji selja Antony í sumar og að félagið sé byrjað að láta vita af því.
United festi kaup á Antony á 75 milljónir punda fyrir tæpum tveimur árum frá Ajax, hann hefur ekki fundið sig.
Galetti segir að ekkert félag hafi sett sig í samband við United og sýnt áhuga, félagið vonast til þess að það breytist á næstunni.
Galetti segir að United vilji losna við Antony til að losa um fjármuni en félagaskiptaglugginn fer á fullt í lok maí.
Antony hefur mikið verið á bekknum undanfarnar vikur og nú gætu endalok hans hjá félaginu nálgast.
🚨↩️ #Antony, #ManUTD – as told – would like to part ways with him in the summer to repay – in part – the investment and to lighten team salaries.
❌ To date, no one approached the 🏴 club showing interest in the 🇧🇷.
🤞🏼 #MUFC hope that things will change in the coming weeks. pic.twitter.com/0tyvxwqcqA
— Rudy Galetti (@RudyGaletti) April 16, 2024