Eins og kunnugt er mun Gísli Marteinn Baldursson ekki lýsa lokakeppni Eurovision í Malmö í maí næstkomandi eins og hann hefur gert mörg undanfarin ár.
Í hans stað mun Guðrún Dís Emilsdóttir, Gunna Dís, verða þulur á lokakeppninni. RÚV greinir frá.
Í fréttatilkynningu sem RÚV vísar til segist Gunna Dís vera spennt fyrir verkefninu.
„Ég hef fylgst með Eurovision frá unga aldri og heillast af þeirri menningarlegu fjölbreytni sem keppnin sýnir frá. Ég geri mér grein fyrir því að ég er að taka við þessu starfi undir krefjandi kringumstæðum. Það hafa verið skiptar skoðanir um keppnina í ár og allar eiga þessar skoðanir fyllilega rétt á sér. Ég er á leið til Malmö fyrir hönd RÚV og ætla að gera mitt besta í að lýsa því sem fyrir augum ber á stóra sviðinu í maí.“