Dóttir Luis Enrique þjálfara PSG í Frakklandi kemst í fréttirnar á Spáni í dag en þar er fjallað um ástarmál hennar.
Sira Martinez dóttir Enrique var í ástarsambandi með Ferran Torres sóknarmanni Barcelona.
Torres var í spænska landsliðinu þegar Enrique var þjálfari liðsins en þá var ástarsamband hans í gangi við Sira.
Þau slitu sambandinu á síðasta ári en Sira virðist vilja halda sig í boltanum því nýr kærasti hennar er Robin Le Normand leikmaður Real Sociedad og spænska landsliðsins.
Sira hefur sést í San Sebastian með Le Normand en það gæti orðið skrýtið andrúmsloft í spænska landsliðinu þegar Normand og Torres hittast.