Annie Kilner hefur eignast sitt fjórða barn með eiginmanni sínum Kyle Walker en drengur fæddist á sjúkrahúsi í Manchester á dögunum. Ensk blöð segja frá.
Mikið hefur gengið á í hjónabandi þeirra en Walker hefur ítrekað haldið framhjá Annie.
Annie sparkaði Walker út í vetur þegar upp komst að hann hafði eiganst annað barn utan hjónabands. Á hann tvö börn með annari konu en Annie.
Walker var sendur í hundakofann en virðist vera mættur heim og mætti með Annie á fæðingardeildina og hélt í hönd hennar í fæðingunni.
Walker er 33 ára gamall en líf hans utan vallar hefur oft komist í fréttirnar en Annie virðist hafa fyrirgefið honum á nýjan leik.