Erling Haaland reynir að fjárfesta reglulega með þeim miklu fjárhæðum sem hann þénar sem knattspyrnumaður, nú hefur hann fjárfest í fyrirtækinu Ben Dep í Noregi.
Bon Dep er fyrirtæki sem framleiðir teyjur og aðra aukahluti sem notaðir eru í hár.
Haaland hefur notað vörur frá Bon Dep í hárið sitt undanfarin ár en Haaland er með mikið og sítt hár.
Nú hefur Haaland fjárfest í fyrirtækinu en tekjur fyrirtækisins hafa aukist mikið eftir að Haaland fór að nota vörur þeirra.
Bon Dep er norskt fyrirtæki en Telegraph í Englandi segir að Haaland hafi nú keypt hlut í félaginu og ætlar hann að halda áfram að nota og auglýsa vörur Bon Dep.