Hallgrími Jónassyni, þjálfara KA og Heimi Guðjónssyni, þjálfara FH, var ekki vel til vina á hliðarlínunni á leik liðanna fyrir norðan um helgina.
Það var sýnt frá þessu í Stúkunni á Stöð 2 Sport en vel heyrðist hvað gekk á fyrir framan varamannabekkina.
„Ertu að fokking djóka þarna, búinn að rífa kjaft allan leikinn maður. Búinn að vera að góla á mig og ég er ekki búinn að segja orð við þig og svo ertu rífandi kjaft,“ sagði Heimir við Hallgrím á einum tímapunkti í leiknum.
Stúkan rifjaði einnig upp atvik frá því í fyrra þar sem Óskar Hrafn Þorvaldsson, þá þjálfari Breiðabliks, lét Hallgrím heyra það.
„Hagaðu þér eins og maður. Hættu að vera eins og leikmaður, vertu þjálfari,“ sagði Óskar.
Myndband af þessu er hér að neðan.