Kylian Mbappe skoraði tvö mörk fyrir Paris Saint-Germain í 1-4 sigri á Barcelona í gær. Hann fagnaði vel og innilega með knattspyrnustjóra sínum, Luis Enrique, eftir leik.
Um var að ræða seinni leik liðanna í 8-liða úrslitum Meistaradeidlarinnar en þeim fyrri lauk 2-3 fyrir Barcelona. PSG fór því áfram eftir samanlagðan 6-4 sigur.
Þetta er sennilega síðasta tækifæri Mbappe til að hampa Meistaradeildartitli með PSG en hann er að öllum líkindum á leið til Real Madrid í sumar. Samningur hans í París er að renna út.
Mikið hefur verið rætt um hugsanlegt ósætti hans við Enrique, sem hefur til að mynda reglulega skipt honum út af í leikjum undanfarið.
Það var þó ekki að sjá eftir leik í gær. Þeir félagar voru í innilegum faðmlögum.
Margir voru hissa í ljósi frétta undanfarið og vekja erlendir miðlar athygli á þessu í morgunsárið.
Mbappé and Luis Enrique hugging it out at full-time. 🥹🇫🇷🇪🇸
Look at the team too, proud of the boys tonight. 🔴🔵💪🏽pic.twitter.com/mSmbIefzXh
— PSG Report (@PSG_Report) April 16, 2024