fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Fréttir

Tryggvi segir málið með ólíkindum – „Ég á það, ég má það“

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 17. apríl 2024 09:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Okkur finnst þetta raunverulega með ólíkindum. En þarna kann að vera einhver skáblinda sem kemur til,“ segir Tryggvi Pálsson, stjórnarformaður Bankasýslu ríkisins, í viðtali í nýjasta þætti Dagmála á mbl.is.

Tryggvi ræðir þar umdeilt tilboð Landsbankans í TM en greint var frá því um miðjan mars að Landsbankinn og Kvika hefðu komist að samkomulagi um að hefja einkaviðræður um kaup bankans á tryggingafélaginu fyrir 28,6 milljarða króna. Þetta vakti athygli ekki síst í ljósi þess að ríkið fer með rúmlega 98 prósenta eignarhlut í bankanum.

Bent er á það að fyrir hrun hafi stjórnendur bankanna talið sig geta farið sínu fram án þess að spyrja einn eða neinn. Tryggvi kveðst ekki vilja fullyrða neitt um það hvort það hafi verið viðkvæðið hjá bankaráði Landsbankans þegar tilboðið var lagt fram.

„Ég vil ekki alveg fullyrða það. En þó er rétt að rifja upp hvert var mottóið fyrir hrun hjá ýmsum. Það var, „ég á það, ég má það“. Spurningin er, er nýtt að „ég á það ekki en ég má það?“

Í viðtalinu segist ekki vera að gera að því skóna að bankaráð Landsbankans og bankastjórinn hafi ekki verið að vinna að hag bankans.

En þarna er ekki hugsað nægilega um áhættuna, í viðskiptunum sjálfum og í stjórnmálaáhættu og hver vilji eigandans klárlega er,“ segir Tryggvi í Dagmálum. Bendir hann á að ráðherrar og kjörnir fulltrúar á Alþingi hljóti að ráða í svona máli.

Bankasýslan hefur ákveðið að skipta út öllum stjórnarmönnum bankaráðsins vegna málsins.

„Það er alveg klárt að stóri hluthafinn sem er ríkið hefur verið að leggja höfuðáherslu á að auka arðgreiðslur til sín, því nægur er vandinn fyrir í ríkisfjármálunum,“ segir hann meðal annars en þáttinn má nálgast í heild sinni á vef mbl.is.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“
Fréttir
Í gær

Henrietta segir foreldrajafnrétti stærsta jafnréttismálið – „Þetta misrétti hef ég upplifað á eigin skinni“

Henrietta segir foreldrajafnrétti stærsta jafnréttismálið – „Þetta misrétti hef ég upplifað á eigin skinni“
Fréttir
Í gær

Tók meira en tvö ár að fá svör frá Reykjavíkurborg

Tók meira en tvö ár að fá svör frá Reykjavíkurborg