Fyrir eiga þau þrjá syni en parið hætti saman í janúar í kjölfar þess að hjákona Walker, Lauryn Goodman, opinberaði að knattspyrnumaðurinn væri faðir tveggja barna hennar. Walker á því nú sex börn alls.
Samband þeirra hafði verið stormasamt og þau hætt saman oftar en einu sinni.
„Annie fæddi barnið fyrr í þessari viku. Móður og barni heilsast svo vel,“ segir heimildamaður The Sun.
„Kyle gæti ekki verið glaðari. Hann er svo stoltur af Annie.“
Walker er á mála hjá Manchester City. Liðið tekur á móti Real Madrid í kvöld í seinni leik liðanna í 8-liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Fyrri leiknum lauk 3-3 í Madríd.