Þetta kemur fram í nýrri rannsókn sem hefur verið birt í vísindaritinu Monthly Notices of the Royal Astronomical Society. Í henni kemur fram að töluverður hluti af því efni, sem alheimurinn er gerður úr, geti verið úr örsmáum svartholum frá árdögum tímans og að þau geti étið stjörnur innan frá.
Live Science segir að með rannsókninni hafi ætlunin verið að leysa ráðgátuna um hulduefni en talið er að það sé um 85% alheimsins. Hulduefni bregst ekki við ljósi og er því í raun ósýnilegt.
Eðli hulduefnis er mikil ráðgáta en lítill skortur er á hugmyndum og kenningum um það. Ein slík er að það sé gert úr frumstæðum svartholum.
Mörg svarthol verða til þegar massífar stjörnur deyja en einnig er vitað að svarthol gátu einnig myndast á fyrstu sekúndunum eftir Miklahvell og það eru þær sem nýja rannsóknin beindist að.