fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
Pressan

Fundu magnaðar klettaristur í Brasilíu

Pressan
Sunnudaginn 21. apríl 2024 16:30

Þetta eru glæsilegar klettaristur. Mynd:Rômulo Macêdo

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Brasilískir fornleifafræðingar hafa fundið mikinn fjölda 2.000 ára gamalla klettarista sem sýna fótspor eftir fólk, verur sem líkjast guðum og myndir af dýrum á borð við dádýr og villisvín í Jalapao þjóðgarðinum. Þar hafa vísindamenn fundið 16 svæði þar sem fornminjar er að finna. Þessi svæði eru öll á klettum sem eru nærri hver öðrum.

Romulo Macedo, fornleifafræðingur, stýrði verkefninu. Í samtali við Live Science sagði hann að það hversu nálægt hvert öðru svæðin eru, bendi til að þau hafi verið tengd og varpi ljósi á búsetumynstur forfeðra okkar á þessu svæði.

Margar af nýfundnu klettaristunum voru búnar til með því að grafa í kletta. Einnig fundu fornleifafræðingarnir nokkur rauð málverk á sumum svæðunum.  Macedo sagði að líklega séu málverkin eldri en klettaristurnar og hafi verið gerð af öðrum menningarsamfélögum.

Klettaristurnar eru „sjaldgæfar og mikilvægar“ því fram að fundi þeirra höfðu fornleifafræðingar aðeins fundið steinmuni frá frumbyggjunum í Jalapao.

Macedo sagði að líklega hafi klettaristurnar verið gerðar með oddhvössum steinum og tré. Málverkin hafi hins vegar líklega verið gerð með því gera duft úr járnefnum, sem mikið er af á þessu svæði, og blanda duftið síðan við dýrafitu sem var síðan borin á klettana með fingrum eða prikum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Allir mættu nema Mbappe
Pressan
Í gær

Uggandi auðmaður varaði kollega sína við afleiðingum misskiptingarinnar – „Þá verður heygöflunum beint að okkur“

Uggandi auðmaður varaði kollega sína við afleiðingum misskiptingarinnar – „Þá verður heygöflunum beint að okkur“
Pressan
Í gær

Musk segir að heimilisleysi sé ekkert annað en lygar og áróður

Musk segir að heimilisleysi sé ekkert annað en lygar og áróður