Romulo Macedo, fornleifafræðingur, stýrði verkefninu. Í samtali við Live Science sagði hann að það hversu nálægt hvert öðru svæðin eru, bendi til að þau hafi verið tengd og varpi ljósi á búsetumynstur forfeðra okkar á þessu svæði.
Margar af nýfundnu klettaristunum voru búnar til með því að grafa í kletta. Einnig fundu fornleifafræðingarnir nokkur rauð málverk á sumum svæðunum. Macedo sagði að líklega séu málverkin eldri en klettaristurnar og hafi verið gerð af öðrum menningarsamfélögum.
Klettaristurnar eru „sjaldgæfar og mikilvægar“ því fram að fundi þeirra höfðu fornleifafræðingar aðeins fundið steinmuni frá frumbyggjunum í Jalapao.
Macedo sagði að líklega hafi klettaristurnar verið gerðar með oddhvössum steinum og tré. Málverkin hafi hins vegar líklega verið gerð með því gera duft úr járnefnum, sem mikið er af á þessu svæði, og blanda duftið síðan við dýrafitu sem var síðan borin á klettana með fingrum eða prikum.