Viktor Jónsson, framherji ÍA, skoraði þrennu gegn HK um helgina í 2. umferð Bestu deildar karla.
Viktor hefur í gegnum tíðina raðað inn mörkum í næstefstu deild en hann hefur aldrei skorað fleiri en fimm mörk á tímabili í efstu deild.
„Viktor hefur alltaf raðað inn í Lengjudeildinni en er núna búinn að jafna sitt næstbesta tímabil í efstu deild í markaskorun, þrjú mörk,“ sagði Hörður Snævar Jónsson um Viktor í hlaðvarpi Íþróttavikunnar.
Helgi Fannar Sigurðsson tók til máls en hann telur að Viktor gæti skorað fleiri mörk í kjölfarið.
„Fyrir hann, að skora þrennu í efstu deild, það er þungu fargi af honum létt. Hann áttar sig alveg á því hvernig umræðan um hann er. Menn eru alltaf að spyrja sig að því hvort hann geti skorað í efstu deild. Þetta gætu orðið þessi tómatsósu-árhrif.“