Þetta sagði Kim Jong-un, einræðisherra landsins, í síðustu viku að sögn norðurkóresku ríkisfréttastofunnar KCNA.
Hann lét þessi ummæli falla þegar hann heimsótti virtasta herskóla landsins sem heitir Kim Jong-il háskólinn fyrir varnarmál og stjórnmál. Skólinn heitir eftir föður einræðisherrans en hann stýrði landinu á undan syni sínum.
Á síðustu árum hefur Norður-Kórea aukið samstarf sitt við Rússland. Hafa Rússar meðal annars fengið skotfæri gegn því að láta Norður-Kóreu ýmsan hátæknibúnað í té.
Einræðisherrann sagði nemendum og starfsmönnum háskólans að ef svokallaðir óvinir landsins ráðast á það, verði árásinni svarað samstundis.