Bráðskemmtilegt myndband
Hin fjögurra ára gamli Andri Már Guðjónsson hefur slegið í gegn í netheimum með túlkun sinni á Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni forsætisráðherra. Víst er að ekki vantar annað en jakkaföt og þá er Andri kominn með prýðilegt gervi fyrir öskudaginn.
„Við vorum lengi hikandi við að þetta en það voru bara svo margir sem skoruðu á okkur að deila myndbandinu að við eiginlega gátum ekki annað,“ segir Tinna Lyngberg Andrésdóttir, móðir Andra í samtali í DV.is en það var faðir Andra, Guðjón Kjartansson sem birti myndbandið upphaflega á fésbókarsíðu sinni.
„Vegna fjölda áskoranna hefur Andri Már gefið grænt ljós á birtingu þessa myndbands í tilefni komandi öskudags,“ ritar Guðjón við myndbandið og bætir við myllumerkinu #sigmundurdavid. Sjón er sögu ríkari.
(function(d, s, id) { var js, fjs = d.getElementsByTagName(s)[0]; if (d.getElementById(id)) return; js = d.createElement(s); js.id = id; js.src = „//connect.facebook.net/en_US/sdk.js#xfbml=1&version=v2.3“; fjs.parentNode.insertBefore(js, fjs);}(document, ‘script’, ‘facebook-jssdk’));
Posted by Guðjón Kjartansson on Sunday, February 7, 2016