Í bátnum voru rotnandi lík minnst tuttugu einstaklinga og er nú unnið að því að bera kennsl á fólkið, hvaðan það kom og á hvaða ferðalagi það var. Líkin voru svo illa farin að vafi er sagður leika á því hversu margir voru um borð í bátnum. Báturinn var á reki undan ströndum Braganca, norðaustur af Pará-fylki þegar hann fannst.
Í umfjöllun CNN kemur fram að ólíklegt sé að fólkið hafi verið frá Brasilíu, fremur hafi verið um að ræða fólk frá einhverjum af ríkjum Karíbahafsins.