Leikvelli í leik ÍA og Fylkis, sem fer fram sunnudaginn 21. apríl í Bestu-deild karla, hefur verið breytt.
Leikurinn fer nú fram í Akraneshöllinni.
Því hefur öllum þremur leikjunum sem átti að fara fram á grasi verið breytt, FH átti að mæta HK á heimavelli en leikurinn fer nú fram í Kórnum.
Þá er KR-völlurinn ekki klár og KR mætir því Fram á gervigrasinu í Laugardal.
Besta-deild karla
ÍA – Fylkir
Var: Sunnudaginn 21. apríl kl. 17.00 á ELKEM vellinum
Verður: Sunnudaginn 21. apríl kl. 17.00 í Akraneshöll